Verðskilmálar

Veltir sem er atvinnutækjasvið Brimborgar og birgjar þess áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er endanlegt kaupverð háð gengi gjaldmiðla þegar tilboð er gert og þegar kaupsamningur er undirritaður. Kaupverð er birt bæði með og án virðisaukaskatts og bæði í íslenskum krónum og evum. Öll önnur opinber gjöld eru innifalin nema annað sé tekið fram. Verð tækis og aukabúnaðar, búnaður hans og uppítökuverð eldra tækis er ekki bindandi af hálfu Veltis fyrr en kaupandi og starfsmaður Veltis hafa skrifað undir kaupsamning. Innifalið í kaupverði eru nýskráningargjöld. Komi til breytinga á lögum um opinber gjöld breytist verð tækisins í samræmi.